Mynd 1 af 5

Hólmsvöllur í Leiru

Golfklúbbur Suðurnesja

Um völlinn

Hólmsvöllur í Leiru er mörgum íslenskum kylfingum að góðu kunnur, enda rótgróinn keppnisvöllur þar sem margsinnis hafa farið fram Íslandsmót auk Norðurlandamóts og Evrópumóts eldri kylfinga. Það er hér, við þjóðveginn milli Garðs og Reykjanesbæjar, sem Golfklúbbur Suðurnesja hefur aðsetur. ​ Hólmsvelli svipar að mörgu leyti til breskra strandvalla. Náttúruöflin eru hér hluti af leiknum og þeirri upplifun sem honum fylgir. Leiran er þekkt fyrir krefjandi upphafsholur sínar, og þá einna helst þriðju brautina – Bergvíkina – þar sem aðeins þeir hörðustu þora að slá beint á flöt, yfir öldurótið sem lætur kröftuglega í sér heyra. Reynir þar verulega á einbeitingu þess sem slær.

Staðsetning

Garðskagavegur, 232 ReykjanesbærSkoða á korti

Hafa samband

Netfang
gs@gs.is

Veður

Lausir tímar

Lausir tímar eru ekki uppfærðir fyrir þennan völl